KA á 5 fulltrúa á Smáþjóðaleikunum

Blak
KA á 5 fulltrúa á Smáþjóðaleikunum
Frábærir fulltrúar KA í hópnum

Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki munu taka þátt á Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Svartfjallalandi á næstunni. KA á alls 5 fulltrúa í liðunum auk þess sem fyrrum leikmenn KA eru einnig áberandi í lokahópum landsliðanna.

Í kvennalandsliðinu eru Helena Kristín Gunnarsdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Gígja Guðnadóttir fulltrúar KA auk þess sem Unnur Árnadóttir er í liðinu en hún leikur í Danmörku í dag.

Í karlalandsliðinu voru þeir Alexander Arnar Þórisson og Filip Pawel Szewczyk valdir úr KA liðinu auk þess sem fyrrum leikmenn KA þeir Ævarr Freyr Birgisson, Kristján Valdimarsson og Hafsteinn Valdimarsson eru í hópnum.

Við óskum okkar fulltrúum til hamingju með valið sem og landsliðunum góðs gengis á Smáþjóðaleikunum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is