Flýtilyklar
Heimaleikir hjá blakliðum KA um helgina
Bæði karla- og kvennalið KA í blaki leika tvo heimaleiki um helgina þegar lið Aftureldingar mæta norður. Það er skammt stórra högga á milli hjá okkar liðum sem léku um síðustu helgi í NEVZA evrópukeppninni og þurfa þau að koma sér aftur í gírinn fyrir baráttuna í Mizunodeildinni.
Karlalið KA er nú þegar búið að tryggja sér sigur í deildinni og leikur síðustu heimaleiki sína um helgina. Þeir ríða á vaðið á morgun, laugardag, klukkan 14:00 og svo aftur á sunnudeginum klukkan 13:00. Strákarnir fá svo Deildarmeistaratitilinn í hendurnar að leik loknum á sunnudeginum og því um að gera að mæta um helgina og hylla liðið fyrir flotta frammistöðu í vetur.
Kvennalið KA er í gríðarlega harðri baráttu á toppi deildarinnar en HK er tveimur stigum fyrir ofan okkar lið eftir að hafa leikið einum leik meira. Stelpurnar þurfa því klárlega á tveimur góðum sigrum að halda um helgina til að endurheimta toppsætið. Leikurinn á laugardaginn fer fram kl. 16:00 og á sunnudeginum klukkan 15:00.