Flýtilyklar
Blakliðin mæta Aftureldingu í dag
Karla- og kvennalið KA í blaki sækja Aftureldingu heim í Mizunodeildunum í blaki í dag. Strákarnir ríða á vaðið klukkan 13:30 og stelpurnar fylgja svo í kjölfarið klukkan 15:30. Blakveislunni lýkur að vísu ekki í dag því karlarnir leika aftur á morgun, sunnudag, klukkan 13:00.
Það er búist við miklu af okkar liðum í vetur og bæði lið hófu tímabilið á að leggja Álftanes tvívegis að velli um síðustu helgi í KA-Heimilinu. Stelpurnar gerðu reyndar enn betur og töpuðu ekki hrinu og eru því með fullt hús stiga á meðan strákarnir sóttu 5 stig eftir að hafa unnið fyrri leik sinn 3-2.
Karlalið Aftureldingar vann fyrsta leik sinn í vetur er liðið sótti 1-3 útisigur í Digranesi gegn sterku liði HK. Mosfellingar hafa verið að byggja upp starf sitt undanfarin ár og ætla sér mikla hluti í vetur. Það má því búast við erfiðum leikjum um helgina.
Kvennalið Aftureldingar lék tvo leiki á dögunum gegn Völsung. Afturelding vann fyrri leikinn 3-2 í oddahrinu en tapaði síðari leiknum 1-3. Það er ekki vitað hvort leikirnir séu sýndir en í það minnsta er hægt að fylgjast með lifandi tölfræði á heimasíðu Blaksambands Íslands.