8 stúlkur frá KA til Ítalíu um páskana

Blak

8 KA stúlkur héldu utan í morgun til Porto San Giorgio í Ítalíu í æfinga- og keppnisferð. KA á 6 fulltrúa í U-16 ára landsliðinu sem tekur þátt í Easter Volley mótinu og svo á KA 2 fulltrúa í B-landsliði Íslands sem tekur þátt í Pasqua Challenge.

Eyrún Tanja og Arnrún Eik munu spila með B-landsliðinu en Unnur Árnadóttir sem spilar um þessar mundir með Ikast í Danmörku verður einnig í hópnum ásamt því að Hrefna Brynjólfsdóttir verður fararstjóri.

Andrea, Bríet Ýr, Emilía, Jóna Margrét, Ninna Rún og Sóley spila hinsvegar með U-16 ára landsliðinu og óskum við hópnum okkar góðs gengis og ferðar. Sjá nánari frétt á BLÍ: http://www.blakfrettir.is/2018/03/26/49-manna-hopur-leid-til-italiu/


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is