3 leikmenn KA í A-landsliðum blaksins

Blak
3 leikmenn KA í A-landsliðum blaksins
Alexander, Gígja og Sigþór eru klár í slaginn

Bæði karla- og kvennalandslið Íslands í blaki hefja undirbúning sinn fyrir lokaleikina í undankeppni EM 2019 milli jóla og nýárs. KA á tvo fulltrúa í karlalandsliðinu og einn í kvennalandsliðinu en þetta eru þau Alexander Arnar Þórisson, Sigþór Helgason og Gígja Guðnadóttir.

Kvennalandsliðið mun mæta Slóveníu ytra og Belgíu á heimavelli en karlarnir mæta Moldóvu á útivelli og taka svo á móti Slóvakíu á heimavelli. Leikirnir fara fram í janúar.

Karlalið KA varð þrefaldur meistari á síðastliðnu tímabili og er efst í deildinni nú þegar jólafríið er hafið. Kvennaliðið hefur einnig leikið mjög vel í vetur og er í 2. sæti í harðri baráttu um toppsætið. Það ætti því ekki að koma á óvart að leikmenn úr okkar röðum séu valdir í landsliðin og óskum við okkar fulltrúum til hamingju með sætið og góðs gengis í komandi leikjum.

Þá má ekki gleyma fyrrum leikmönnum KA þeim Ævarri Frey Birgissyni, Kristjáni Valdimarssyni og Hafsteini Valdimarssyni sem eru allir í hópnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is