Flýtilyklar
13.05.2022
Tryggjum stelpunum oddaleik!
KA/Þór og Valur mætast í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, klukkan 15:00. Valur leiðir einvígið 1-2 eftir sigur á Hlíðarenda í gær eftir afar sveiflukenndan leik
Lesa meira
13.05.2022
Heimaleikir í úrslitakeppni yngriflokka
Það er komið að úrslitastundu á öllum vígsstöðvum í handboltanum og eru þrír heimaleikir framundan um helgina hjá yngriflokkum KA og KA/Þórs. Það er því heldur betur handboltaveisla framundan sem enginn ætti að láta framhjá sér fara
Lesa meira
10.05.2022
Frábær sigur KA/Þórs (myndaveisla)
KA/Þór vann frábæran og sanngjarnan 26-23 sigur á Val í KA-Heimilinu í gær og jafnaði þar með metin í 1-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Stelpurnar náðu snemma frumkvæðinu og spiluðu lengst af stórkostlegan handbolta
Lesa meira
08.05.2022
Við þurfum á ykkur að halda í stúkunni!
Það er heldur betur stórleikur í KA-Heimilinu á morgun, mánudag, þegar KA/Þór tekur á móti Val klukkan 18:00. Þarna mætast liðin öðru sinni í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta en vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram í lokaúrslitin og leiðir Valur einvígið 0-1
Lesa meira
07.05.2022
Fimm frá KA í U16 sem mætir Færeyjum
KA á fimm fulltrúa í U16 ára landsliðinu í handbolta sem leikur tvo vináttuleiki við Færeyjar í Færeyjum dagana 11. og 12. júní næstkomandi. Þetta eru þeir Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson og Óskar Þórarinsson
Lesa meira
06.05.2022
Einvígi Vals og KA/Þórs hefst í kvöld
Handboltaveislan heldur áfram í kvöld þegar Valur og KA/Þór mætast í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Íslandsmótsins á Hlíðarenda klukkan 18:00. Liðin mættust í úrslitaeinvíginu um titilinn á síðustu leiktíð og alveg ljóst að svakaleg barátta og skemmtilegir leikir eru framundan
Lesa meira
05.05.2022
Rakel Sara til liðs við Volda
Rakel Sara Elvarsdóttir mun ganga til liðs við Volda í Noregi á næsta tímabili og hefur skrifað undir tveggja ára samning við liðið. Rakel Sara sem er uppalin í KA/Þór er aðeins 19 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið lykilhlutverk í okkar liði undanfarin fjögur tímabil
Lesa meira
02.05.2022
KA tvöfaldur Deildarmeistari í 4. flokk eldri
KA er tvöfaldur Deildarmeistari á eldra ári 4. flokks karla í handboltanum og lyftu bæði lið bikarnum í KA-Heimilinu um helgina. Það er heldur betur bjart framundan hjá þessum strákum en fyrr á árinu varð KA einnig Bikarmeistari í flokknum
Lesa meira
28.04.2022
Fyrsti í úrslitakeppninni hjá KA/Þór
KA/Þór tekur á móti Haukum klukkan 18:00 í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í KA-Heimilinu í kvöld. Stelpurnar ætla að byrja af krafti og þurfa svo sannarlega á því að halda að við fjölmennum í stúkuna, áfram KA/Þór!
Lesa meira
27.04.2022
Myndaveislur frá KA - Haukar og stemningunni
Það var hreint út sagt stórkostlegt að vera í KA-Heimilinu á mánudaginn er KA og Haukar mættust öðru sinni í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta. Strákarnir gátu með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitunum og stuðningsmenn KA gerðu heldur betur sitt í baráttunni og fjölmenntu á leikinn
Lesa meira