Rakel, Rut og Unnur í landsliðshópnum

Handbolti

A-landslið Íslands í handbolta kvenna kemur saman til æfinga á föstudaginn þar sem liðið undirbýr sig fyrir leiki gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2022. Liðin mætast í Tyrklandi 2. mars og í kjölfarið á Íslandi þann 6. mars en íslenska liðið hefur 2 stig í undankeppninni eftir fyrstu tvo leiki sína.

KA/Þór á þrjá fulltrúa í íslenska hópnum sem hefur verið valinn í undirbúningi fyrir leikina en það eru þær Rakel Sara Elvarsdóttir, Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir. Við óskum þeim til hamingju með valið og liðinu góðs gengis í þessum mikilvægu leikjum sem framundan eru.

Rut sem er landsliðsfyrirliði er reynslumesti leikmaður hópsins en hún hefur leikið 104 landsleiki og gert í þeim 215 mörk. Unnur hefur leikið 34 leiki og gert í þeim 32 mörk. Rakel Sara var valin í sitt fyrsta landsliðsverkefni í vetur þar sem hún lék 3 leiki og gerði í þeim tvö mörk.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is