Flýtilyklar
KA vann sannfærandi sigur í Kórnum
KA sótti nýliða HK heim í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handboltanum í gær. KA liðið er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð en ætlar sér á sama tíma stóra hluti á tímabilinu og var því töluverð eftirvænting fyrir leiknum.
Jafnt var á með liðunum í upphafi en öflugur lokakafli í fyrri hálfleik tryggði KA þriggja marka forystu er liðin gengu inn í leikhléi. Jafnt og þétt sleit KA liðið sig frá heimamönnum og náði mest níu marka forystu. HK náði að laga stöðuna umtalsvert fyrir leikslok en lokatölur voru 25-28 sigur KA liðsins.
Afar sanngjarn og sannfærandi sigur staðreynd í fyrsta leik en markahæstir í liði KA voru þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Einar Rafn Eiðsson með 6 mörk hvor, Patrekur Stefánsson gerði 5, Arnar Freyr Ársælsson 4, Jón Heiðar Sigurðsson 3, Einar Birgir Stefánsson 2 og Færeyingarnir Allan Norðberg og Pætur Mikkjalsson gerðu sitthvort markið.
Nicholas Satchwell varði 18 skot í markinu en hann steig heldur betur upp í síðari hálfleik og endaði með um 42% markvörslu í leiknum.
Næsti leikur er á fimmtudaginn þegar aðrir nýliðar, lið Víkings, mæta norður í fyrsta heimaleik vetrarins og hlökkum við mikið til að taka á móti ykkur í KA-Heimilinu.