Flýtilyklar
KA og KA/Þór bikarmeistarar í 4. flokki
KA og KA/Þór tryggðu sér bikarmeistaratitla í 4. flokki karla og kvenna á sunnudeginum en alls léku þrjú lið til úrslita í flokknum auk meistaraflokks KA sem lék til úrslita á laugardeginum. Það segir ansi mikið um hve blómlegt starfið er hjá handknattleiksdeild KA og ljóst að afar spennandi tímar eru framundan.
Þórir Tryggvason ljósmyndari var á svæðinu og býður til myndaveislu frá öllum þremur úrslitaleikjum 4. flokks og kunnum við honum bestu þakkir fyrir ómetanlegt framlag.
Strákarnir á eldra ári 4. flokks hafa verið gjörsamlega óstöðvandi undanfarin ár en þeir mættu liði Aftureldingar í úrslitaleiknum sem hefur verið þeirra helsti andstæðingur. Eftir jafnar upphafsmínútur stungu strákarnir okkar hreinlega af og leiddu 13-6 í hálfleik. Þeir héldu áfram að bæta við forskotið í síðari hálfleik og komust mest 10 mörkum yfir í stöðunni 19-9.
Þá tóku Mosfellingar upp á því að leika maður á mann vörn og í kjölfarið lentu strákarnir á vegg. Afturelding minnkaði muninn og skömmu fyrir leikslok var munurinn skyndilega orðinn eitt mark. En strákarnir sýndu karakter og náðu að klára leikinn með 24-22 sigri og enn einn titillinn í höfn. Dagur Árni Heimisson var loks valinn maður leiksins.
Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggva frá úrslitaleik KA og Aftureldingar á eldra ári 4. flokks karla
Bikarmeistarar 4. flokks KA eldra ár
Aftari röð: Heimir Árnason, Stefán Árnason, Guðmundur Hlífar Jóhannesson, Heiðmar Örn Björgvinsson, Hugi Elmarsson, Magnús Dagur Jónatansson, Kári Brynjólfsson, Benjamín Þorri Bergsson, Leó Friðriksson, Arnar Elí Guðlaugsson og Dagur Árni Heimisson.
Fremri röð: Ævar Ottó Arnarsson, Jens Bragi Bergþórsson, Þormar Sigurðsson, Úlfar Örn Guðbjargarson, Óskar Þórarinsson og Aron Daði Stefánsson.
KA/Þór lék til úrslita eftir að hafa slegið út tvö ógnarsterk á leið sinni í leikinn en stelpurnar lögðu meðal annars lið Vals að velli sem er eina tap Vals í vetur. Í úrslitaleiknum mættu þær ÍBV og voru það Eyjastelpur sem byrjuðu betur og komust í 1-4. En stelpurnar okkar voru ekki af baki dottnar og þær svöruðu fyrir sig.
Leikurinn var jafn og spennandi en ÍBV leiddi 9-10 í hléinu. Í þeim síðari tókst KA/Þór liðinu að ná yfirhöndinni og héldu ÍBV frá sér allt til leiksloka og stelpurnar unnu sanngjarnan 19-16 sigur og sigurgleðin gríðarleg í leikslok enda titillinn í höfn. Bergrós Ásta Guðmundsdóttir var í leikslok valin maður leiksins.
Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggva frá úrslitaleik 4. flokks kvenna
Bikarmeistarar 4. flokks KA/Þórs
Efri röð: Bjarney Hilma Jóhannesdóttir, Lilja Sævarsdóttir, Sonja Jóhannesdóttir, Marsibil Árnadóttir, Aldís Vilbergsdóttir, Kolbrún Valsdóttir, Emilýa Hauksdóttir, Gústaf Ólafsson, Rut Jónsdóttir, Stefán Guðnason og Hildur Birta Stefánsdóttir.
Miðjuröð (frá hægri) Hekla Halldórsdóttir, Dagný Hjaltadóttir, Hólmfríður Sævarsdóttir, Birna Snorradóttir, Sara Jóhannesdóttir og Hulda Aðalsteinsdóttir.
Fremsta röð: Sunna Guðjónsdóttir, Þórunn Hlynsdóttir, Lydía Gunnþórsdóttir, Bríet Barðadóttir, Sigrún Pétursdóttir, Kristín Líndal, Bergrós Guðmundsdóttir, Auður Snorradóttir, Arna Kristinnsdóttir, Júlía Arnórsdóttir, Kristín Hinriksdóttir og Gunnar Líndal.
Þá léku strákarnir á yngra ári 4. flokks til úrslita en þeir mættu sterku liði Hauka í ótrúlegum úrslitaleik. Haukarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og virtust ætla að kaffæra strákana okkar en þeir náðu fljótlega 6 marka forskoti. En strákarnir okkar svöruðu frábærlega og jöfnuðu í 15-15 sem voru hálfleikstölur.
Í þeim síðari héldu strákarnir áfram þessum magnaða kafla og komust sex mörkum yfir. En áfram voru sveiflur í leiknum og Haukarnir komu sér aftur inn í leikinn. Að lokum voru það Haukar sem skoruðu sigurmarkið á lokasekúndunni og unnu leikinn 30-31 og gríðarlega svekkjandi hjá strákunum eftir frábæran leik. Þeir geta þó verið afar stoltir af framgöngu sinni.
Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggva frá úrslitaleik 4. flokks karla yngra ár
Lið KA í 4. flokki karla yngra ár
Aftari röð: Aron Daði Stefánsson, Stefán Gretar Katrínarson, Úlfar Örn Guðbjargarson, Leó Friðriksson, Ingólfur Árni Benediktsson, Axel Vestmann, Þorsteinn Skaptason, Stefán Árnason og Heimir Örn Árnason.
Fremri röð: Þórir Hrafn Ellertsson, Eyþór Nói Tryggvason, Almar Andri Þorvaldsson, Kristján Breki Pétursson og Ævar Ottó Arnarsson.
Þá birti handbolti.is myndaveislur frá öllum þremur leikjunum sem Eyjólfur Garðarsson tók en hægt er að nálgast þær hér:
Myndaveisla: 4. flokkur karla eldra ár