Flýtilyklar
Handboltaleikjaskólinn hefst aftur 15. jan
Handboltaleikjaskóli KA hefst aftur sunnudaginn 15. janúar eftir gott jólafrí. Skólinn hefur heldur betur slegið í gegn undanfarin ár og hafa viðtökurnar hafa verið frábærar þar sem bæði stelpur og strákar fá að kynnast handbolta á skemmtilegan hátt.
Í ár eru það hressir krakkar fæddir 2017-2020 sem eru hluti af skólanum en æfingarnar eru byggðar upp þannig að hver og einn fái sín verkefni bæði í leikjum og með bolta. Þetta er því frábært tækifæri á að koma krökkum af stað í boltanum.
Skólinn fer fram á sunnudögum klukkan 10:00 í íþróttasal Naustaskóla og hefst eins og fyrr segir 15. janúar. Leikjaskólinn fer fram fimmtán sinnum fram að 23. apríl.
Skráning fer fram í gegnum Sportabler og kostar aðgangur að skólanum á vorönn 13.500 krónur.