Handboltaleikjaskóli KA hefst um helgina

Handbolti

Handboltaleikjaskóli KA hefst aftur á sunnudaginn og ljóst að ansi margir hafa beðið spenntir eftir því að skólinn hefji aftur göngu sína. Leikjaskólinn hefur slegið í gegn en æfingarnar eru byggðar upp þannig að hver og einn fái sín verkefni bæði í leikjum og með bolta.

Leikjaskólinn er fyrir hressa krakka fædd 2016 til 2019 en þaulreyndir þjálfarar stýra æfingunum og má þar nefna þá Andra Snæ Stefánsson og Heimi Örn Árnason. Þá munu leikmenn meistaraflokka KA og KA/Þórs líta við og leiðbeina krökkunum.

Að vanda fer leikjaskólinn fram í íþróttasal Naustaskóla á sunnudögum klukkan 10:00. Alls verða níu skipti út vorið og því um að gera að skrá sig og taka þátt í þessu skemmtilega framtaki Handknattleiksdeildar KA.

Skráning fer fram í gegnum Sportabler og kostar aðgangur að skólanum út vorið aðeins 10.000 krónur.

Smelltu hér til að skrá þig í Sportabler


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is