19 frá KA og KA/Þór í landsliðsverkefni

Handbolti

Yngri landslið Íslands í handbolta, nánar tiltekið U20, U18, U16 og U15 hjá strákunum og U16 og U15 hjá stelpunum munu æfa á Höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar auk þess sem verður haldið áfram með fyrirlestraröðina Afreksmaður framtíðarinnar þar sem yngri landsliðin fá fræðslu sem nýtist þeim innan vallar sem utan.

KA og KA/Þór eiga alls 19 fulltrúa í hópunum sem tilkynntir hafa verið sem segir ansi mikið um það frábæra starf sem unnið er hjá okkur um þessar mundir.

Arnór Ísak Haddsson er í U20 ára hópnum sem æfir dagana 27. desember til 9. janúar en liðinu stýra þeir Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson.

Logi Gautason og Skarphéðinn Ívar Einarsson eru í U18 ára hópnum sem æfir dagana 2.-9. janúar en liðinu stýra þeir Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson.

Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson og Óskar Þórarinsson eru í U16 ára hópnum sem æfir dagana 7.-9. janúar næstkomandi en liðinu stýra þeir Heimir Örn Árnason og Hrannar Guðmundsson.

Bergrós Ásta Guðmundsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir eru fulltrúar KA/Þórs í U16 ára hópnum sem æfir dagana 7.-9. janúar undir stjórn þeirra Guðmundar Helga Pálssonar og Dags Snæs Steingrímssonar.

Aron Daði Stefánsson, Ingólfur Benediktsson, Leó Friðriksson, Úlfar Örn Guðbjargarson og Þórir Hrafn Ellertsson eru í U15 ára hópnum sem æfir 7.-9. janúar en liðinu stýra þeir Halldór Jóhann Sigfússon og Haraldur Þorvarðarson.

Þá eru þær Arna Dögg Kristinsdóttir, Auður Bergrún Snorradóttir, Júlía Sól Arnórsdóttir, Kristín Andrea Hinriksdóttir og Kristín Birta Líndal Gunnarsdóttir í U15 ára hópi kvenna sem æfir 7.-9. janúar en liðinu stýra þau Díana Guðjónsdóttir og Jón Brynjar Björnsson.

Óskum okkar frábæru fulltrúum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is