Skráning í íþrótta- og leikjaskóla KA

Almennt

Líkt og undanfarin ár verður Íþrótta- og leikjaskóli KA með hefðbundnu sniði í sumar. Námskeiðin verða sem hér segir og er skólinn opinn frá 7:45-12:15.

8. júní - 19. júní
22. júní - 3. júlí (í íþróttahöllinni)
6. júlí - 17. júlí
20. júlí - 30. júlí

Að venju verður fjölbreytt dagskrá ásamt mikið af frjálsum leik. Skólinn er hugsaður fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Þeir sem eru í 1. og 2. bekk hafa tækifæri til þess að vera í leikjaskólanum frá 7:45-12:15, borða síðan nesti og fara beint á fótboltaæfingar sem hefjast 13:00-14:15! 

Verð fyrir hvert námskeið er 6.000 kr. Gunnar Örvar Stefánsson er umsjónarmaður skólans.

Rétt eins og í fyrra mun öll skráning fara fram í gegnum vefinn ka.felog.is - þar er í boði að skrá sig í Leikjaskólann 2020 og ganga verður frá skráningu og greiðslu þar í gegn.

Athugið að það er því ekki lengur hægt að fylla út upplýsingablað í KA-Heimilinu og greiða þar. Mikilvægt er síðan að mæta með kvittun eða skjáskot af kvittun þegar barnið kemur í fyrsta sinn í leikjaskólann. 

Börnin eiga að hafa með sér nesti og föt til útiveru þegar þau mæta í Leikjaskólann

Nánari upplýsingar veitir Arna á arna@ka.is 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is