Flýtilyklar
Leikjaskóli KA sumarið 2023 | Skráning er hafin
Skráning er hafin í leikjaskóla KA sumarið 2023. Skráningin í ár er með öðru sniði en vanalega.
Eins og vanalega verða fjögur tveggja vikna námskeið hjá KA. Undanfarin ár hefur fólk skráð sig á eitt námskeið í einu en í ár ætlum við að breyta því og fólk kaupir allt sumarið. Gjaldinu er verulega stillt í hóf og viljum við endilega að allir krakkar á aldrinum 6-10 ára geti tekið þátt í sumarstarfinu okkar.
Þeir sem ætla líka að æfa fótbolta í 1. og 2.bekk geta verið í leikjaskólanum frá 8:00 fram að æfingu sem hefst kl. 13:00!
Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 12. júní og er hvert námskeið tvær vikur. Síðasta námskeiðið endar fimmtudaginn fyrir verzlunarmannahelgi.
Námskeiðin eru sem hér segir:
12.-23. júní
26.-7. júlí (í íþróttahöllinni)
10.-21. júlí
24.-3. ágúst
Umsjónarmaður leikjaskólans í sumar er Fjóla Kristjánsdóttir
Það er 30% afsláttur af gjaldinu ef skráð er fyrir 1. maí næstkomandi! Sumarnámskeiðin kosta því aðeins 14.000kr og við minnum á að það er hægt að nota frístundarafsláttinn!
Smelltu hér til að skrá þig í leikjaskólann.
Frekari upplýsingar veitir Siguróli, íþróttastjóri KA, siguroli@ka.is