Kynning á viðbragðsáætlun gegn einelti - mikilvægt að mæta

Almennt

Undanfarið ár hefur farið töluverð vinna hjá KA og Miðstöð skólaþróunar hjá Háskólanum á Akureyri í að móta viðbragðsáætlun gegn einelti. Formlegur kynningarfundur verður haldinn í KA-heimilinu þann 28. febrúar næstkomandi kl. 20:00.

Mikilvægt er að sem flestir foreldrar mæti, sem og þjálfarar, starfsfólk og eldri iðkendur félagsins. Mikil vinna hefur verið lögð í áætlunina en allir þjálfarar og starfsmenn félagsins komu að vinnunni á einn eða annan hátt. Áætlunin hefur einnig verið samþykkt af aðalstjórn félagsins.

Hún er unnin af mestu leyti af Sigríði Ingadóttur hjá MSHA. Þrátt fyrir að áætlunin hafi ekki enn verið formlega kynnt foreldrum og iðkendum hefur hún komið að góðum notum og greinilegt að þörf er fyrir slíka viðbragðsáætlun hjá eins stóru félagi og KA.

Við KA-menn erum stoltir af vinnunni og vonum að þetta sé enn eitt heillaskrefið til þess að iðkendum líði sem best í félaginu. Í kringum áætlunina hefur verið stofnað svokallað fagráð, sem sér um að farið sé eftir áætluninni og fær allar tilkynningar um grun um einelti á sitt borð. Hægt er að tilkynna grun um einelti beint til fagráðsins eða til yfirþjálfara viðkomandi greinar sem kemur síðan tilkynningunni áleiðis.

Í fagráðinu sitja:
Heimir Haraldsson, námsráðgjafi heimir@ma.is 
Kristín Viðarsdóttir, sálfræðingur kristinelva@ma.is 
Siguróli Sigurðsson, íþróttafulltrúi siguroli@ka.is

Á komandi dögum verður hægt að finna áætlunina og verkferlana hér á heimasíðunni undir "Um félagið" og til hægri á síðunni. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is