Bríet og Hafdís léku sína fyrstu landsleiki með U15

Fótbolti
Bríet og Hafdís léku sína fyrstu landsleiki með U15
Hafdís og Bríet stóðu fyrir sínu

Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Hafdís Nína Elmarsdóttir spiluðu báðar sína fyrstu landsleiki þegar þær léku með U15 ára landsliði íslands í knattspyrnu á UEFA Development móti sem fór fram á Englandi. Íslenska liðið mætti þar Englandi, Noregi og Sviss.

Báðar byrjuðu þær tvo leiki og komu inn á í þeim þriðja og tóku þar með þátt í öllum leikjum liðsins. Hafdís Nína gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark í 3-5 tapi gegn Englandi í fyrsta leik. Liðið tapaði í kjölfarið gegn Noregi en vann Sviss eftir vítaspyrnukeppni í lokaleik liðsins eftir að staðan hafði verið jöfn 3-3 að lokum venjulegs leiktíma.


Bríet og Hafdís báðar í byrjunarliðinu gegn Sviss

Þær stöllur eiga það sameiginlegt að vera með skemmtilegar hreyfingar og eru báðar mjög öflugar sóknarlega. Það verður svo sannarlega gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni og óskum við stelpunum til hamingju með sína fyrstu landsleiki.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is