Flýtilyklar
Breyting á bikarúrslitahelgi BLÍ
Það er komið að stærstu helgi ársins í blakinu þegar sjálf bikarúrslitin í Kjörísbikarnum fara fram. Vegna ófærðar hefur dagskrá undanúrslitanna verið breytt en þangað eru bæði karla- og kvennalið KA komin.
Í stað þess að leika í kvöld mun kvennalið KA mæta Þrótti Nes. á morgun, laugardag, klukkan 13:00 en allir leikir bikarhelgarinnar fara fram í Digranesi í Kópavogi.
Karlaliðið leikur einnig gegn Þrótti Nes. í sínum undanúrslitaleik en hann fer fram á morgun, laugardag, klukkan 17:00. Úrslitaleikurinn kvennamegin er klukkan 13:30 á sunnudeginum og karlaúrslitaleikurinn er svo í kjölfarið klukkan 15:30.
Bæði lið okkar eru Deildarmeistarar og stefna klárlega á að bæta bikarmeistaratitlinum við í safnið. Það er þó ljóst að það er erfið helgi framundan og lítið sem má út af bregða í keppni eins og bikarnum.
Leikirnir í undanúrslitunum verða í beinni á SportTV en úrslitaleikirnir verða í beinni á RÚV.