Björgvin Máni framlengir út 2024

Fótbolti
Björgvin Máni framlengir út 2024
Björgvin glæsilegur í evróputreyju KA

Björgvin Máni Bjarnason skrifaði á dögunum undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2024. Björgvin sem er aðeins 19 ára gamall er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem kemur úr yngriflokkastarfi KA.

Björgvin hefur verið fastamaður í yngrilandsliðum Íslands undanfarin ár auk þess sem hann hefur meðal annars farið á reynslu hjá Örgryte í Svíþjóð. Í sumar leikur hann á láni með Völsung þar sem hann hefur leikið alla 13 leiki liðsins í 2. deildinni og gert í þeim 3 mörk en hann leikur á miðjunni.

Það eru afar jákvæðar fréttir að Björgvin hafi framlengt við KA og verður gaman að sjá áfram til hans í gulu og bláu treyjunni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is