Birkir og Gunnar til Færeyja með landsliðinu

Blak
Birkir og Gunnar til Færeyja með landsliðinu
Birkir og Gunnar leika sína fyrstu landsleiki

Karlalandslið Íslands í blaki karla heldur til Færeyja næstkomandi fimmtudag í Evrópukeppni Smáþjóða. KA á alls fjóra fulltrúa í hópnum en þjálfarar landsliðsins eru þeir Filip Pawel Szewczyk og Miguel Mateo Castrillo auk þess sem þeir Birkir Freyr Elvarsson og Gunnar Pálmi Hannesson eru í hópnum.

Landsliðið er töluvert breytt frá Smáþjóðaleikunum í vor og verða leikirnir á mótinu fyrstu landsleikir Birkis og Gunnars. Íslenska liðið mun leika þrjá leiki á mótinu og hefja leik gegn Skotlandi áður en liðið mætir Grænlandi og loks heimamönnum í Færeyjum.

Við óskum okkar fulltrúum til hamingju sem og góðs gengis í þessu spennandi verkefni. 30 ár eru liðin frá því landslið Færeyja lék sinn fyrsta leik og eru heimamenn spenntir fyrir því að halda mótið og gera það vel.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is