Flýtilyklar
Alexander með silfur á Budo-Nord Cup í Svíþjóð
Alexander varð í öðru sæti í dag á Budo-Nord Cup hér í Svíþjóð. Hann var mjög nálægt gullinu sem mun skila sér síðar. Alexander sannaði það í dag að hann er nú einn albesti júdómaður í hans flokki á Norðurlöndunum. Mótherjinn Alexanders í úrslitum var Emil Henriksson en hann er sænskur landsliðsmaður og einn þeirra öflugustu í U21. Hann var meðal annars einn af þremur keppendum fyrir hönd Svíþjóðar að keppa á Ólympíuleikum æskunnar í fyrra.
Af öðrum keppendum tapaði Hannes Snævar Sigmundsson fyrstu glímu sinni en fékk uppreisnaglímu og sigraði hana en tapaði svo næstu glímu eftir það og var úr leik. Aðrir keppendur unnu ekki glímu en stóðu sig vel. Mikið búið að leggja inn í reynslubanka keppenda í dag. Næstu dagar fara svo í æfingabúðir með keppendum mótsins sem eru alls um 450.
Úrslitaglíman hans Alexanders fylgir hér að neðan.