Afmæliskaffi fór fram í gær | Alexander, Berenika og Karen María fengu Böggubikarinn

Almennt | Júdó
Afmæliskaffi fór fram í gær | Alexander, Berenika og Karen María fengu Böggubikarinn
Karen María, Alexander og Marek, faðir Bereniku

Húsfyllir var á afmæliskaffi KA sem fram fór í gær í KA-heimilinu. KA fagnar í dag 90 ára afmæli sem haldið var uppá í gær og aftur á laugardaginn næsta.

Dagskráin var með hefðbundnu sniði en Hrefna G. Torfadóttir, formaður, fór yfir árið 2017 og minntist m.a. látinna félaga og helstu afreka KA innan sem utanvallar. Ingvar Gíslason, varaformaður KA, las upp annála deilda og voru landsliðsmenn KA heiðraðir með rós. Katrín Káradóttir var ræðumaður dagsins og í lok dagskrárinnar var Böggubikarinn afhentu. Alexander Heiðarsson, júdó, var hlutskarpastur meðal drengjanna en þær Berenika Bernat og Karen María Sigurgeirsdóttir voru jafnar í tveimur kosningum hjá stúlkunum og deila þær því bikarnum.

Það verður að minnast á frábæra mætingu félagsmanna en yfir 300 manns lögðu leið sína í KA-heimilið og tóku þátt í deginum með okkur, ásamt því að gæða sér á dýrindis kökuhlaðborði. 

Smelltu hér til að skoða fleiri myndir frá afmæliskaffinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is