Aðalfundur KA fór fram í gær

Almennt

Í gær, miðvikudag, fór fram aðalfundur KA. Ágætlega var mætt og var fundur settur 18:00. 

Það markverðasta á fundinum í gær voru töluverðar lagabreytingar sem laganefnd félagsins hefur unnið hörðum höndum að. Í laganefnd KA sitja Ingvar Gíslason, Eiríkur Jóhannsson og Halldór Brynjar Halldórsson. Ný lög félagsins voru samþykkt  samhljóma á fundinum má finna hér á vefnum.

Þá var Ingvar Már Gíslason endurkjörinn formaður KA og aðrir í 5 manna aðalstjórn KA eru: Eiríkur S. Jóhannsson, Pétur Ólafsson, Þorbjörg Jóhannsdóttir og Sigríður Jóhannsdóttir. Helga Þyrí Bragadóttir dregur sig til hlés í aðalstjórn eftir nokkurra ára setu og eru henni þökkuð vel unnin störf fyrir félagið. Helga er þó ekki að fara langt því deginum áður var hún kjörin í stjórn Spaðadeildar á aðalfundi þeirrar deildar.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, fór yfir reikninga félagsins og kom þar fram að reksturinn er að komast í ágætt jafnvægi eftir mjög erfitt ár árið 2017. Velta félagsins er ríflega 415 milljónir og því í mörg horn að líta í eins viðamiklum rekstri. Nánar um þetta í skýrslu frá félaginu sem er að vænta á næstu dögum.

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is