Aðalfundur KA 24. apríl

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Júdó | Blak | Tennis og badminton

Aðalfundur KA verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 24. apríl næstkomandi klukkan 18:00. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga enda mikilvægir tímar framundan hjá félaginu. Venjuleg aðalfundarstörf á dagskrá.

Fyrir liggja breytingatillögur á lögum félagsins og má sjá þær hér fyrir neðan (breytingar í rauðu):

6. gr.

Knattspyrnufélagi Akureyrar skal skipt í deildir. Fjöldi deilda fer eftir fjölda íþróttagreina sem hjá félaginu eru stundaðar. Aðalstjórn félagsins skal vinna eftir skipuriti sem endurskoðað skal eftir þörfum. Hver deild skal vera fjárhagslega sjálfstæð og annast daglegan rekstur innan þess ramma sem aðalstjórn og fjárhagsráð setur hverju sinni. Hver deild hefur tekjur af ágóða móta og kappleikja í viðkomandi grein svo og annarri fjáröflun sem hún tekur sér fyrir hendur í samráði við aðalstjórn. Að öðru leyti lúta deildirnar sameiginlegri aðalstjórn félagsins, sem fer með æðsta vald í málum þess milli aðalfunda. Ákvörðun um stofnun nýrrar deildar innan félagsins verður aðeins tekin á aðalfundi.

Tillaga að 6. grein verði svona:

Knattspyrnufélagi Akureyrar skal skipt í deildir. Fjöldi deilda fer eftir fjölda íþróttagreina sem hjá félaginu eru stundaðar. Aðalstjórn félagsins skal vinna eftir skipuriti sem endurskoðað skal eftir þörfum. Hver deild skal vera fjárhagslega sjálfstæð og annast daglegan rekstur innan þess ramma sem aðalstjórn og fjárhagsráð setur hverju sinni. Hver deild hefur tekjur af ágóða móta og kappleikja í viðkomandi grein svo og annarri fjáröflun sem hún tekur sér fyrir hendur í samráði við aðalstjórn. Að öðru leyti lúta deildirnar sameiginlegri aðalstjórn félagsins, sem fer með æðsta vald í málum þess milli aðalfunda. Aðalstjórn félagsins er heimilt að stofna nýjar deildir berist félaginu skriflega ósk þess efnis. Aðalstjórn skal boða til félagsfundar svo fljótt sem verða má þar sem stofnun deildar skal staðfest með tilskildum meirihluta skv. 12. gr. laga félagsins. (19. grein í gömlu lögunum fellur út)

Verði breyting á gr. 6 samykkt fellur 19 greint út úr lögunum

19. gr.

Komi fram óskir meðal félagsmanna um stofnun nýrrar íþróttdeildar innan félagsins, skal senda aðalstjórn félagsins þær skriflega, undirritaðar af minnst 100 atkvæðisbærum félögum. Er stjórninni þá skylt að leggja þær fyrir næsta reglulegan aðalfund félagsins. Samþykki aðalfundur stofnun nýrrar deildar, með tilskildum meirihluta skv. 9. gr., skal aðalstjórn sjá um að boða til stofnfundar, sem skal fara fram eftir reglum þeim sem gilda um aðalfundi deilda.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is