Markús Máni skrifar undir út 2027

Fótbolti
Markús Máni skrifar undir út 2027
Markús og Haddi sáttir við undirritunina

Markús Máni Pétursson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA sem gildir út árið 2027. Markús sem er 18 ára miðvörður er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkunum og verður gaman að fylgjast með honum taka næstu skref.

Markús Máni átti frábært tímabil á nýliðnu ári en hann var vaxandi og átti margar góðar frammistöður er 2. flokkur gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Hann er mikill íþróttamaður, hann er sterkur í návígjum, með góðan stökkkraft og fljótur. Þá er hann einnig mikill liðsmaður sem gefur alltaf allt í leikinn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is