Gleðin við völd á laugardaginn þegar KA tekur á móti ÍA | Mættu snemma

Fótbolti

Gleðin verður við völd í KA-heimilinu og á Greifavellinum á laugardaginn þegar KA tekur á móti ÍA í bestu deild karla! Tilvalið að mæta snemma og styðja KA til sigurs

Klukkan 14:00 opnum við fundarsalinn okkar (gengið inn að norðan) þar sem píluspjöldin verða klár og tilboð á drykkjum fyrir þá sem mæta í gulu! Haddi, Elmar eða Steini mæta og fara yfir það helsta fyrir leikinn með stuðningsmönnum

Klukkan 15:00 verða grillin orðin heit og við færum skemmtunina út! Grill-landsliðið grillar borgara ofan í liðið og hægt verður að keppa í hinum stórskemmtilega Cornhole. Tónlist verður í fanzone-inu og hægt að gera sér glaðan dag, bæði ungir og aldnir. Veðurspáin er með besta móti!

Leikurinn hefst svo klukkan 16:00 og fer miðasala fram á Stubb.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is