Flýtilyklar
Bikarinn hefst á morgun - KA-TV í beinni
24.04.2024
Fótbolti
KA hefur leik í Mjólkurbikarnum á morgun, fimmtudag, þegar strákarnir okkar taka á móti ÍR-ingum í 32-liða úrslitum keppninnar klukkan 15:00. Strákarnir fóru eftirminnilega í Bikarúrslitaleikinn í fyrra og við ætlum okkur annað ævintýri í sumar. Hlökkum til að sjá ykkur á Greifavellinum, áfram KA!
Við bendum á að fyrir þá sem ekki komast á Greifavöllinn verður KA-TV með veglega útsendingu frá leiknum en aðgangur að útsendingunni kostar einungis 1.000 kr. Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að nálgast útsendinguna.