KA-varp

Stefnumót KA

Það mættu um 300 krakkar á Stefnumót KA sem haldið var laugardaginn 3.maí. Þetta mót var fyrir 6. fl kv, 7. fl kv, 7. fl kk og 8. fl kk. Mótið er haldið af yngriflokkaráði knattspyrnu með dyggum stuðningi frá Stefnu hugbúnaðarhúsi.

Thumbnail
  • KA fótboltasumarið 2019
  • KA náði sínum besta árangri frá árinu 2002 þegar liðið endaði í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar sumarið 2019. Hér má sjá öll mörk liðsins í deild og bikar þetta sumarið en Hallgrímur Mar Steingrímsson var markahæsti leikmaður liðsins með 14 mörk og Elfar Árni Aðalsteinsson gerði 13.

Thumbnail
  • KA fótboltasumarið 2018
  • KA festi sig í sessi sem Pepsideildar lið er liðið endaði í 7. sæti deildarinnar sumarið 2018. Þetta var annað tímabil félagsins í efstu deild eftir að hafa áður leikið 12 ár í næst efstu deild. Hér má sjá öll mörk liðsins í deild og bikar þetta sumarið en Ásgeir Sigurgeirsson var markahæsti leikmaður liðsins með 10 mörk. Myndefni: Stöð 2 Sport Klipping: Ágúst Stefánsson Tónlist: Move Along - All American Rejects

Thumbnail
  • Þór - KA 0-3 (24. september 2016), mörkin
  • KA mætti á Þórsvöll í lokaumferð Inkasso deildarinnar þann 24. september 2016. Fyrir leikinn hafði KA tryggt sér sigur í deildinni en Þórsarar höfðu misst af tækifærinu á að komast í deild þeirra bestu, það var því aðeins bæjarstoltið undir í leiknum.

    Strax frá upphafi voru KA-menn betri aðilinn hvort sem það var á vellinum eða í stúkunni og strax á 4. mínútu skoraði Almarr Ormarsson fyrsta markið fyrir KA. Skömmu síðar eða á 11. mínútu tvöfaldaði Juraj Grizelj forystuna í 2-0 með laglegu marki.

    Það var svo bara tímaspursmál hvenær þriðja markið myndi koma og það kom loksins á 86. mínútu þegar Bjarki Þór Viðarsson kom boltanum í netið og öruggur 0-3 sigur staðreynd annað árið í röð á Þórsvelli!

    Leikurinn var sýndur beint á Stöð 2 Sport í lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar.

Thumbnail
  • KA - Leiknir F. 4-0 (11. ágúst 2016), mörkin
  • KA vann magnaðan 4-0 sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði á Akureyrarvelli þann 11. ágúst 2016 í 15. umferð Inkasso deildarinnar.

    1 – 0 Aleksandar Trninic (’45) Stoðsending: Elfar
    2 – 0 Elfar Árni Aðalsteinsson (’59) Stoðsending: Juraj
    3 – 0 Aleksandar Trninic (’71) Stoðsending: Grímsi
    4 – 0 Ólafur Aron Pétursson (’91) Stoðsending: Bjarki

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is