Skarpi og U19 með silfur á Sparkassen Cup

Skarphéðinn Ívar Einarsson og liðsfélagar hans í U19 ára landsliði Íslands í handbolta léku til úrslita á Sparkassen Cup í Þýskalandi sem lauk í dag. Íslenska liðið gerði sér lítið fyrir og vann fyrstu fjóra leiki sína sem tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum gegn heimamönnum í Þýskalandi
Lesa meira

23 fulltrúar KA og KA/Þórs í unglingalandsliðunum

Þeir Bruno Bernat, Gauti Gunnarsson og Hilmar Bjarki Gíslason eru allir í U21 árs landsliði karla í handbolta sem kemur saman til æfinga dagana 2.-6. janúar næstkomandi. En þeir Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson stýra liðinu
Lesa meira

KA áfram í 8-liða úrslit bikarsins

KA er komið áfram í 8-liða úrslit bikarkeppni HSÍ en strákarnir áttu að mæta liði Víði í Garði í KA-Heimilinu í dag. Lið Víðis hefur hinsvegar dregið sig úr leik og fer KA því sjálfkrafa áfram í næstu umferð
Lesa meira

Dregið í jólahappdrætti KA og KA/Þórs

Dregið hefur verið í jólahappdrætti KA og KA/Þórs og kunnum við öllum þeim sem styrktu handboltaliðin okkar með miðakaupum kærlega fyrir stuðninginn en allur ágóði af happdrættinu rennur í rekstur karla- og kvennaliða okkar í handboltanum
Lesa meira

Handboltatvíhöfði á laugardaginn!

Það er heldur betur handboltaveisla framundan í KA-Heimilinu á laugardaginn þegar bæði KA og KA/Þór eiga heimaleik. Stelpurnar ríða á vaðið gegn Stjörnunni klukkan 14:00 og strákarnir taka á móti Haukum klukkan 16:00
Lesa meira

Skarpi á Sparkassen Cup með U19

Skarphéðinn Ívar Einarsson er í lokahóp U19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem keppir á Sparkassen Cup milli jóla og nýárs en mótið fer fram í Þýskalandi. Þeir Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson stýra liðinu en hópurinn kemur saman 17. desember næstkomandi
Lesa meira

Einar Rafn jafnaði met Arnórs - 17 mörk í leik!

Einar Rafn Eiðsson fór hamförum er KA og Grótta skildu jöfn 33-33 í KA-Heimilinu á sunnudaginn en Einar gerði sér lítið fyrir og gerði 17 mörk í leiknum. Þar jafnaði hann félagsmet Arnórs Atlasonar en Arnór gerði einnig 17 mörk í nágrannaslag gegn Þór þann 11. nóvember 2003
Lesa meira

Jólahappdrætti KA og KA/Þórs - dregið 16. des

Handknattleikslið KA og KA/Þórs standa fyrir veglegu jólahappdrætti og fer sala á miðum fram hjá leikmönnum og stjórnarmönnum liðanna. Alls eru 75 vinningar í boði og er heildarverðmæti vinninganna 1.936.340 krónur
Lesa meira

Stór handboltahelgi framundan - tveir heimaleikir

Það er heldur betur nóg um að vera í handboltanum um helgina en öll meistaraflokkslið okkar eiga leik um helgina og eru þar af tveir þeirra á heimavelli
Lesa meira

Tap í Eyjum - Logi lék sinn fyrsta leik

KA sótti ÍBV heim í Olísdeild karla í handboltanum í gær en liðin gerðu jafntefli í KA-Heimilinu í haust í hörkuleik. Það var því töluverð eftirvænting eftir þessum landsbyggðarslag en Vestmannaeyingar eru iðulega erfiðir heim að sækja og verkefnið krefjandi
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is