Fréttir

Fannar og Ævar Ingi í milliriðil

Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði U19 sem vann Norður-Íra 1-0. Á sama tíma gerðu Belgar og Frakkar 2-2 jafntefli sem þýddi að Íslendingar komust upp fyrir Frakka og höfnuðu í 2. sæti riðilsins. Þeir eru því komnir áfram í milliriðil ásamt Belgum en Frakkar og Norður-Írar sitja eftir.

Belgar höfðu betur gegn Fannari og Ævari Inga

Belgar sigruðu Íslendinga 2-0 í U19 undankeppni EM í Belgíu. Fannar Hafsteinsson spilaði allan leikinn í markinu og varði 10 skot og Ævar Ingi Jóhannesson kom inná í hálfleik. Strákarnir mæta Norður-Írum á þriðjudaginn.

Birkir Bjarna: Ég er KA-maður

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sagði í viðtali við fotbolti.net að hann væri KA-maður. Birkir leikur núna í Seriu A á Ítalíu með Sampdoria. Hann hefur verið einn af lykilmönnum Lars Lagerback sem leika í kvöld gegn Kýpur og á þriðjudaginn gegn Norðmönnum.

Fannar og Ævar Ingi gerðu jafntefli gegn Frökkum

Fannar og Ævar Ingi voru báðir í byrjunarliði U19 sem gerði jafntefli við Frakka 2-2 í undankeppni EM í dag. Fannar spilaði allan leikinn en Ævar fyrstu 78 mínúturnar.

Áki til Sviss með U15

Áki Sölvason leikmaður 3. fl hefur verið valinn í U15 sem leikur í Sviss í undankeppni Ólympíuleikum ungmenna. Ísland mætir Finnum laugardaginn 19. október og sigurvegarinn úr þeim leik leikur gegn sigurvegarnum úr leik Móldóva og Armena um laust sæti á leikunum.

Meistaradeildin: Þór/KA tekur á mót rússneska liðinu Zorkiy.

Eins og flestum er kunnugt um tekur Þór/KA þátt í Meistaradeild Evrópu í ár. Liðið ávann sér sæti í deildinni með því að verða Íslandsmeistarar 2012. Liðið dróst gegn Rússneska liðinu Zorkiy í 32 liða úrslitum og fer fyrri leikurinn fram á Þórsvelli miðvikudaginn 9. október klukkan 16:00. Síðari leikur liðanna fer fram ytra viku síðar.

Gervigras á knattspyrnuvelli á Norðurlandi eina vitið

Gunnar Níelsson formaður knattspyrnudeildar KA segir að gervigras á knattspyrnuvelli á Norðurlandi sé eina vitið í viðtali við Norðursport.

Fannar og Ævar til Belgíu með U19

Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson hafa verið valdir í lið Íslands sem mun leika í undankeppni EM U19 í Belgíu 8.-16. október. Ásamt heimamönnum mæta þeir Frökkum og Norður Írum.

Tölfræði KA í sumar

Þá er keppnistímabilinu lokið þetta sumarið og er því ekki úr vegi að fara yfir tímabilið tölfræðilega. Heimasíðan tók saman helstu tölfræði liðsins sem og einstaklings framistöðu. Samantektin styðst að mestu við upplýsingar úr gagnagrun KSÍ ásamt tölfræði sem KA-sport tók saman í sumar. 

Lokahóf knattspyrnudeildar KA

Knattspyrnudeild KA hélt lokahóf sitt í Hofi laugardaginn 21. september. Vel var mætt og tókst það afar vel til.  Vinir Móða kusu Hallgrím Mar Steingrímsson besta leikmann meistaraflokks í sumar. Sama gerðu leikmenn, þjálfarar og stjórn knattspyrnudeildar. Er Hallgrímur afar vel að þessum verðlaunum kominn en hann var markahæsti leikmaður KA liðsins í sumar með 7 mörk. Einnig átti hann flestar stoðsendingar en þær voru 8 talsins.