Fréttir

Getraunastarf hefst aftur eftir sumarfrí

Nú er komið að því, eftir allt of langt hlé, að getraunastarfið hefjist aftur hjá okkur. Næstkomandi laugardag verður fyrsta umferðin í innanfélagskeppninni.

Sannfærandi sigur á Þrótturum

Í dag mættust KA og Þróttur R. í 21. umferð 1. deildar karla. Leiknum lauk með sannfærandi 3-1 sigri okkar manna þar sem Ævar Ingi Jóhannesson, Atli Sveinn Þórarinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoruðu mörk KA. Eftir leikinn er KA í 6. sæti 32 stig þegar að það er ein umferð eftir.

Úrslitaleikurinn færður til kl 19:00

Nú er komið á hreint að úrslitaleikur 4. flokks kvenna verður í Boganum kl 19:00 í kvöld. Flugfélagið hefur ekkert verið að fljúga í dag þannig að Valsmenn hafa ekki komist til Akureyrar. Þær eiga flug núna kl 16:45 sem gefur auga leið að ekki er hægt að spila kl 17:00. Leikurinn hefur því verið færður til kl 19:00 og verður að vera í Boganum þar sem birtuskilyrði eru ekki nægilega góð á Akureyrarvelli þegar líður á leikinn. Allir að fjölmenna í Bogann kl 19:00!

Úrslitaleikur 4. flokks kvenna á Akureyrarvelli

Á fimmtudag verður stærsti leikur sumarsins á Akureyrarvelli. Þar mætast KA og Valur í úrslitaleik 4. flokks kvenna A-liða. KA hefur spilað 6 úrslitaleiki undanfarin 6 ár og hafa allir þessir leikir verið spilaðir fyrir sunnan fyrir utan einn sem var spilaður á Blönduósi en þá varð 3. flokkur karla Íslandsmeistari.

Markasúpa á Akureyrarvelli í gær

Það var sannkölluð markasúpa á Akureyrarvelli í gær þegar KA tók á móti Tindastól. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist mátti ekki búast við svona mörgum mörkum. Tindastóll byrjaði leikinn betur og áttu nokkur hálffæri inní vítateig okkar mann sem voru þéttir og komust skotin ekki á markið. Alltaf var KA maður tilbúin að fórna sér fyrir boltan. KA hafa ekki verið sérstakir á síðasta þriðjung vallarins oft á tíðum í sumar en annað var uppá teningnum í gær.

4-2 tap gegn BÍ/Bolungarvík

BÍ/Bolungarvík sigruðu í dag okkar menn í afar kaflaskiptum leik 4-2. Fyrri hálfleikur var markalaus og tíðindalítill en í þeim síðari voru skoruð sex mörk. Mörk okkar í leiknum skoruðu Ivan og Bjarki eftir stoðsendingar frá Brian Gilmour. Eftir leikinn er KA í 9. sæti með 23 stig en BÍ/Bolungarvík í því fjórða með 33 stig.

BÍ/Bolungarvík - KA á morgun

Á morgun laugardag leggja okkar menn í langferð þegar að þeir ferðast til Ísafjarðar til að etja kappi við BÍ/Bolungarvík í 18. umferð 1.deildar karla. Djúpmenn eru í 4.sæti deildarinnar með 30 stig á meðan KA liðið er sem fyrr í því sjöunda með 23 stig. Leikurinn hefst kl. 14.00.

Tap og 3 vítið sem fer forgörðum

KA og Haukar mættust í kvöld á Akureyrir. Fyrir leikinn voru Haukar í 3.sæti með 28 stig meðan KA var í 7.sæti með 23 stig. KA þurfti nauðsynlega á sigri að halda ef þeir ætluðu að eiga einhvera möguleika á því að komast upp og Haukar þurfti sigur til að halda áfram þeirri baráttu.

KA - Haukar á morgun

Á morgun þriðjudaginn 20. ágúst mæta okkar menn Haukum í 17. umferð 1. deildar karla. Haukar eru í 3. sæti með 28 stig og KA í því sjöunda með 23 stig og því greinilegt að þetta verður hörkuleikur þar sem ekkert verður gefið eftir. Leikurinn hefst kl. 19.00 og verður að eins og ávallt boðið upp á hamborgara og pyslur 45 mínútum fyrir leik. 

Markalaust jafntefli gegn Víking - Sandor varði víti

Í kvöld mættust Víkingur R. og KA í 16. umferð 1.deildar karla. Leiknum lauk með bragðdaufu markalausu jafntefli. KA voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en í þeim síðari snérist dæmið við og voru það heimamenn sem voru líklegri. Í síðari hálfleik varði síðan Sandor Matus vítaspyrnu frá Hirti Hjartarssyni meistaralega og bjargaði því að gestirnir kæmust yfir. Lokastaðan því 0-0.