Fannar og varamarkmaðurinn og Siglfirðingurinn Hlynur Örn.
Belgar sigruðu Íslendinga 2-0 í U19 undankeppni EM í Belgíu. Fannar Hafsteinsson spilaði allan leikinn í markinu og varði 10 skot og Ævar Ingi
Jóhannesson kom inná í hálfleik. Strákarnir mæta Norður-Írum á þriðjudaginn.
Belgar hafa náð eftirtektarverðum árangri með gott uppbyggingarstarf og leika nú fjölmargir Belgar í bestu deildum heims. Landsliðið hefur
verið að ná góðum úrslitum undanfarið og eru þeir núna í 6. sæti á heimslistanum. A-landsliðið er búið að
tryggja sig á HM og verður gaman að fylgjast með þeim þar. Fyrirfram mátti því búast við erfiðum leik sem var raunin.
Frakkar mæta Norður-Írum í kvöld í hinum leik riðilsins.