Ævar Ingi og Fannar ánægðir eftir sigurinn.
Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði U19 sem vann Norður-Íra 1-0. Á sama tíma gerðu Belgar og Frakkar 2-2 jafntefli sem þýddi að Íslendingar komust upp fyrir Frakka og höfnuðu í 2. sæti riðilsins. Þeir eru því komnir áfram í milliriðil ásamt Belgum en Frakkar og Norður-Írar sitja eftir.
Fannar spilaði líkt og í hinum leikjunum allan leikinn en Ævar Ingi var tekinn útaf þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Á heimasíðu UEFA sagði Kristinn R. Jónsson þjálfari U19 að þetta hefði ekki verið besti leikurinn þeirra en öll liðin í riðlinum voru sterk og því gott að enda í öðru sæti.