Fannar og Ævar til Belgíu með U19

Ævar að skora sigurmark gegn Dönum.
Ævar að skora sigurmark gegn Dönum.
Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson hafa verið valdir í lið Íslands sem mun leika í undankeppni EM U19 í Belgíu 8.-16. október. Ásamt heimamönnum mæta þeir Frökkum og Norður Írum.

Landsliðshópurinn er mjög sterkur en þetta er sami árgangur og komst alla leið í úrslitakeppni EM U17 í fyrra og urður Norðurlandameistarar 2011 þar sem Ævar Ingi skoraði eina markið í úrslitaleiknum gegn Dönum. 

Fannar á að baki 13 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Hann hefur leikið fjóra meistaraflokksleiki í deild og bikar, þar af tvo í sumar. Fannar var valinn efnilegasti leikmaður KA í sumar.

Ævar Ingi á að baki 15 landsleiki og hefur skorað í þeim eitt mark. Hann hefur leikið 39 meistaraflokksleiki í deild og bikar og skorað í þeim sjö mörk. Í sumar spilaði hann 18 leiki og skoraði fjögur mörk.