Fannar og Ævar Ingi gerðu jafntefli gegn Frökkum

Byrjunarliðið í dag, Fannar nr. 1 og Ævar Ingi nr. 7.
Byrjunarliðið í dag, Fannar nr. 1 og Ævar Ingi nr. 7.
Fannar og Ævar Ingi voru báðir í byrjunarliði U19 sem gerði jafntefli við Frakka 2-2 í undankeppni EM í dag. Fannar spilaði allan leikinn en Ævar fyrstu 78 mínúturnar.

Frakkar leiddu í hálfleik 2-0 en okkar menn gáfust ekki upp og náðu að jafna leikinn með tveimur mörkum í lokinn. Samkvæmt tölfræði UEFA þá áttu Ísland tólf skot á markið en Frakkar sjö.

Í hinum leik riðilsins höfðu Belgar betur gegn Norður-Írum 2-0.

Strákarnir mæta Belgum í næsta leik á Laugardaginn kl 13:00.