Eins og flestum er kunnugt um tekur Þór/KA þátt í Meistaradeild Evrópu í ár. Liðið ávann sér sæti í deildinni með því að verða Íslandsmeistarar 2012. Liðið dróst gegn Rússneska liðinu Zorkiy í 32 liða úrslitum og fer fyrri leikurinn fram á Þórsvelli miðvikudaginn 9. október klukkan 16:00. Síðari leikur liðanna fer fram ytra viku síðar.
Þór/KA hefur einu sinni áður tekið þátt í Meistaradeild Evrópu en það var árið 2011 þegar liðið lék gegn Þýska stórliðinu Turbine Potsdam í 32 liða úrslitum. Fyrri leikur liðanna fram á Þórsvelli 28. september 2011 og síðari leikur liðanna fór fram viku síðar í Þýskalandi. Þór/KA mátti sín lítils gegn firna sterku liði Potsdam en reynslan sem liðið fékk var dýrmæt og á eftir að reynast liðinu nú gegn Rússneska liðinu Zorkiy.
Í tengslum við leikinn hér heima kemur út leikskrá sem dreift verður í hvert hús með Dagskránni næstkomandi miðvikudag. Fólk er hvatt til þess að geyma leikskrána vel. Leikskráin er hönnuð af Ásprent.