07.06.2013
Bein útvarpslýsing verður frá leik KA og Víkings á morgun Laugardag og hefst útsending kl 13:55 fyrir þá sem ekki sjá sér
fært að mæta á völlinn! Hlýða má á lýsingunna hér að neðan!
Live video from your iPhone using Ustream
07.06.2013
Eins og kunnugt er spila okkar menn við Víkinga á morgun, laugardag, kl. 14.00 á Akureyrarvelli. Upphitun fyrir stuðningsmenn KA hefst kl. 12.30 í veislutjaldi
við norðurenda vallarins. Grillaðir verða hamborgarar, hinir glæsilegu KA treflar verða til sölu og hægt verður að kaupa miða á völlinn.
Allir eru velkomnir en börn verða að vera í fygld með fullorðnum.
07.06.2013
Á laugardaginn 8. júní mæta Víkingar frá Reykjavík í heimsókn. Um er að ræða fyrsta heimaleik sumarsins sem leikinn
verður á Akureyrarvelli. Flautað verður til leiks kl 14.00. Víkingar eru með sjö stig eftir fjórar umferðir.
29.05.2013
Vinnudagur á Akureyrarvelli!
Næstkomandi föstudag (31.5.13) ætlum við að hafa vinnudag á Akureyrarvelli. Í mörg horn er að líta en margar hendur vinna létt
verk hratt.
Við hefjumst handa á slaginu kl. 17:00.
Komum saman og hjálpumst til við að gera Akureyrarvöll sem glæsilegastan fyrir fyrsta heimaleik.
24.05.2013
Á morgun ætlum við að hafa með okkur trefla til Ólafsfjarðar og geta menn þá verslað sér þar. Verðið er eins og
áður segir 2.500 krónur, hinsvegar ef fólk kaupir 3 eða fleiri þá er verðið 2.000 krónur á stykkið.
Það eru aðeins 40 mínútur til Ólafsfjarðar og liðinu okkar veitir ekki af stuðningnum ! Fjölmennum því til
Ólafsfjarðar.
Einnig ætlum við að grilla ofaní þá sem vilja, vera með hamborgara og með því á 500 krónur. Hægt er að hafa samband
við Ólaf í síma 824-2720 eða Ragnar í 865-1712 til að fá nánari upplýsingar um hvar við verðum.
Viljum við vekja athygli á því að við getum því miður ekki verið með posa á okkur og því aðeins hægt að
greiða með peningum.
24.05.2013
Það er ekki langt ferðalag sem við eigum fyrir höndum á morgun KA menn en næsti leikur okkar fer fram á Ólafsfirði og hefst
hann kl 14.
21.05.2013
KA átti að ferðast til Ólafsfjarðar næst komandi fimmtudag og leika þar við knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Eins og við þekkjum vel
hér á Akureyri þá eru vellir að koma illa undan vetri og er enþó nokkur snjór enþá á Ólafsfirði en þrátt
fyrir það hefur völlur þeirra komist ágætlega undan snjónum sem mokaður hefur verið af vellinum. Félögin komust í sameiningu að
því í dag að færa leikinn til Laugardags og binda þannig vonir við að snjó létti við völlinn en stúkan og allt í kring
er á bólakafi. Leikurinn verður því flautaður á kl 14:00 á Laugardaginn næsta. Nánar um leikinn þegar nær dregur.
18.05.2013
KA tók á móti Fjölni í 2. umferð 1. deildar í dag en leikurinn fór fram innandyra
í Boganum vegna þess að Akureyrarvöllur er ekki klár í slaginn.
16.05.2013
Í mörg ár hefur KEA stutt við íþróttafélögin KA og Þór og reynst einn af helstu styrktaraðilum félaganna.
Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, hefur undirritað styrktarsamninga við félögin vegna ársins 2013 og skrifaði Hrefna G.
Torfadóttir undir samninginn fyrir hönd KA og Árni Óðinsson fyrir hönd Þórs. Þau voru sammála um að
stuðningur KEA væri afar þýðingarmikill fyrir félögin og efldi starf og uppbyggingu þeirra umtalsvert. Halldór Jóhannsson sagði að
KEA legði jafnan metnað sinn í að skila jákvæðri afkomu félagsins út í samfélagið til eflingar íþrótta- og
æskulýðsstarfi á félagssvæðinu og undirritun þessara samninga væri því mikið gleðiefni.
13.05.2013
Í kvöld verður flautað til leiks í Borgunarbikarnum þegar KA fær 3.deildarlið Magna í heimsókn en leikið verður í Boganum!
Leikurinn hefst klukkan 18:00 og eru allir KA menn hvattir til að leggja leið sína á völlinn til að hvetja okkar menn!
Þess má geta að ársmiðasala er enþá í fullum gangi og hægt er að kaupa miða hjá stjórnarmönnum knattspyrnudeildar
og einnig með því að senda póst á gassi@ka-sport.is eða gunninella@ka-sport.is. Verðin eru tvö en annars vegar 12.000 kr fyrir ársmiða
án kaffi í leikhléi og svo 18.500 kr með inniföldu kaffi og með'ví í hálfleik!