Áki í skoðunarferð á Old Trafford í Bobby Charlton knattspyrnuskólanum í sumar.
Áki Sölvason leikmaður 3. fl hefur verið valinn í U15 sem leikur í Sviss í undankeppni Ólympíuleikum ungmenna. Ísland mætir Finnum
laugardaginn 19. október og sigurvegarinn úr þeim leik leikur gegn sigurvegarnum úr leik Móldóva og Armena um laust sæti á leikunum.
Áki er framherji og var næst markahæstur í A-riðli 4. flokks í sumar með 11 mörk í 11 leikjum.
Bjarni Aðalsteinsson og Daníel Hafsteinsson voru einnig í æfingahóp ásamt um 40 öðrum strákum en voru ekki valdir í þetta
skipti.
Til gamans má geta að í hópnum er Keflvíkingurinn Sigurbergur Bjarnarson sem er sonur Bjarna Jó þjálfara.