KA Podcastið: Óli Stefán gerir upp sumarið

Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni en að þessu sinni mætir Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA í knattspyrnu til Hjalta Hreinssonar. Þeir félagar fara yfir nýliðið sumar en KA endaði í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar og er það besti árangur KA frá árinu 2002
Lesa meira

Elfar Árni bestur á lokahófi knattspyrnudeildar

Lokahóf knattspyrnudeildar KA fór fram í gærkvöldi og var mikið um dýrðir í veislusal Greifans. Góðu gengi sumarsins var fagnað en KA liðið endaði í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar sem er besti árangur KA frá árinu 2002. Sumarið var gert upp og þeir sem stóðu uppúr voru verðlaunaðir
Lesa meira

Lokaleikur sumarsins er á morgun!

Lokaumferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta fer fram á morgun, laugardag, klukkan 14:00. KA tekur á móti Fylki en með sigri mun liðið tryggja sér 5. sæti deildarinnar en gestirnir eru fyrir leikinn sæti neðar með jafn mörg stig og KA liðið
Lesa meira

Karen María valin í U-19 ára landsliðið

Karen María Sigurgeirsdóttir var í dag valin í lokahóp U-19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í undankeppni EM. Undankeppnin fer fram dagana 2.-8. október næstkomandi og verður leikin á Íslandi
Lesa meira

Torfi í U21, Einar í U17 og Björgvin í U16

KA á þrjá fulltrúa í æfingahópum U-21, U-17 og U-16 ára landsliðshópum Íslands í knattspyrnu. Torfi Tímoteus Gunnarsson er fulltrúi KA í U-21 árs landsliðinu en Torfi hefur verið öflugur með meistaraflokksliði KA í sumar og er fastamaður í unglingalandsliðinu sem mun æfa 7.-9. október
Lesa meira

Lokahóf knattspyrnudeildar á laugardag

Knattspyrnudeild KA heldur lokahóf sitt á laugardaginn á Greifanum en KA liðið leikur lokaleik sinn í deildinni fyrr um daginn er Fylkir mætir á Greifavöllinn. Sumarið verður gert upp á skemmtilegan hátt um kvöldið en húsið opnar klukkan 19:30 með fordrykk
Lesa meira

KA Podcastið: Sigurglaðir Almarr og Jón Heiðar

Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni en Hjalti Hreinsson fær til sín ansi hressa og skemmtilega gesti þessa vikuna. Almarr Ormarsson og Jón Heiðar Sigurðsson líta við en báðir fögnuðu þeir góðum sigri um helgina
Lesa meira

Myndaveislur frá leik KA og HK

KA tók á móti HK á Greifavellinum á sunnudaginn en leikurinn var næstsíðasti heimaleikur sumarsins hjá liðinu í Pepsi Max deildinni. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir snemma leiks en gestirnir jöfnuðu metin seint í uppbótartíma og lokatölur því 1-1
Lesa meira

Daði og Haddi hita upp fyrir leiki dagsins

Bæði karlalið KA í handbolta og fótbolta leika heimaleik í dag. Dagurinn byrjar kl. 16:45 á Greifavellinum þar sem KA tekur á móti HK í Pepsi Max deildinni. Í kjölfarið tekur KA á móti Haukum í KA-Heimilinu kl. 20:00
Lesa meira

Hulda og Arna hita upp fyrir leiki helgarinnar

KA/Þór leikur sinn fyrsta heimaleik í vetur kl. 14:30 á laugardaginn þegar liðið fær Fram í heimsókn og Þór/KA leikur sinn síðasta heimaleik í sumar þegar þær fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn. Í tilefni leikjanna mættust þær Hulda Bryndís (KA/Þór) og Arna Sif (Þór/KA) í skemmtilegri keppni þar sem þær spreyta sig í handbolta og fótbolta
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is