Lokaleikur sumarsins er á morgun!

Fótbolti

Lokaumferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta fer fram á morgun, laugardag, klukkan 14:00. KA tekur á móti Fylki en með sigri mun liðið tryggja sér 5. sæti deildarinnar en gestirnir eru fyrir leikinn sæti neðar með jafn mörg stig og KA liðið.

Það er um að gera að mæta á Greifavöllinn og hylla okkar flotta lið sem stefnir á að ná besta árangri KA í efstu deild frá árinu 2002 en þá endaði KA í 4. sæti deildarinnar. Þá munum við hylla nokkra leikmenn sem náðu þeim merka árangri í sumar að leika sinn 100 og 200 leik fyrir félagið.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is