Flýtilyklar
KA/Þór - Sigurinn Heim!
Stuðningsmannalag KA/Þórs í handboltanum varð til fyrir bikarúrslitahelgina veturinn 2019-2020. KA/Þór var komið öðru sinni á síðustu þremur árum í úrslitahelgina og á undirbúningsfundi fyrir bikarveisluna var rætt um hvaða lag yrði þemalag liðsins. Síðast hefði verið notast við venjulegt popplag og voru stelpurnar eina liðið sem átti ekki sitt eigið frumsamið lag.
Elvar Jónsteinsson fékk þá hugdettu að stuðningslagi og hóf strax að fundinum loknum að setja lagið saman. Að lokum fékk hann Rúnar Eff (Rúnar Freyr Rúnarsson) til að syngja lagið og fóru þeir félagar í Tónræktina í upptökur.
Ármann Einarsson spilaði og sá um upptöku á laginu en Elvar sjálfur var bakrödd. Að eftirvinnslu lokið var lagið gefið út þriðjudaginn 3. mars 2020 eða daginn fyrir undanúrslitaleik KA/Þórs og Hauka í Laugardalshöllinni.
Sigurinn heim
Klöppum nú öll
nú flytjum við fjöll
allar sem ein
við meitlum í stein
Saman í sókn,
saman í vörn,
allar sem ein
sigurinn heim!
KA/Þór x4
Styrkar við stöndum,
nú klöppum við höndum
heiður að veði
við sigrum með gleði
Saman í sókn,
saman í vörn,
allar sem ein
sigurinn heim!
KA/Þór x4
Klöppum nú öll
nú flytjum við fjöll
allar sem ein
við meitlum í stein
Saman í sókn,
saman í vörn,
allar sem ein
sigurinn heim!