Myndbönd 1994-1995

3. febrúar 1995
Upphitun fyrir Bikarúrslitaleik KA og Vals

KA og Valur mættust í úrslitaleik bikarsins í handbolta árið 1995 en leikurinn er af mörgum talinn besti úrslitaleikur allra tíma. KA hafði tapað í úrslitum árið áður en stórlið Vals var af flestum talið líklegra til að fara með sigur af hólmi í leiknum.

Mikil eftirvænting var fyrir leiknum og var uppselt í bæði flug og rútuferðir frá Akureyri og Laugardalshöllin var troðfull þegar flautað var til leiks.

Hér er hitað upp fyrir leikinn þar sem rætt er við Geir Sveinsson fyrirliða Vals og Þorbjörn Jensson þjálfara Vals. Þá er rætt við stuðningsmenn liðanna í Reykjavík, en það eru Anna Björk Birgisdóttir (KA) og Ingvi Hrafn Jónsson (Valur).

Fyrir norðan ræðir Bjarni Hafþór Helgason við nokkra aðila en það eru þau Sigurbjörg Níelsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Árni Stefánsson.


4. febrúar 1995
KA - Valur 27-26, Bikarkeppni HSÍ - Úrslitaleikur

KA og Valur mættust í bikarúrslitum í handbolta árið 1995. KA var að leika til úrslita annað árið í röð en þó reiknuðu flestir með sigri Valsmanna í leiknum. Úr varð einhver ótrúlegasti úrslitaleikur allra tíma þar sem KA leiddi mest allan leikinn en tókst ekki að klára í venjulegum leiktíma og svo fór að það þurfti að framlengja leikinn.

KA komst í góða stöðu, 24-21, þegar rúm mínúta lifði leiks en Valsmönnum tókst á ótrúlegan hátt að jafna metin og tryggja sér aðra framlengingu. Þar loksins náðu KA menn að halda út og sigruðu að lokum 27-26 í mögnuðum leik.

KA vann þarna sinn fyrsta stóra titil í handknattleik og Erlingur Kristjánsson fyrirliði liðsins lyfti bikarnum en hann var einnig fyrirliði KA sem varð Íslandsmeistari í knattspyrnu árið 1989.

Mörk KA: Patrekur Jóhannesson 11 mörk, Valdimar Grímsson 8, Alfreð Gíslason 6 og Leó Örn Þorleifsson 2.
Í markinu varði Sigmar Þröstur Óskarsson 23 skot, þar af 4 vítaköst.


5. febrúar 1995
Bikarmeisturum KA fagnað á flugvellinum

KA varð bikarmeistari í handbolta árið 1995 eftir ótrúlega maraþon viðureign gegn Val. Þetta var fyrsti stóri titill KA í handknattleik og var sigrinum vel fagnað á Akureyri. Hér má sjá þegar tekið er á móti liðinu á Akureyrarflugvelli en ótrúlegur fjöldi manns tóku á móti nýkrýndu meisturunum. Fyrst er frétt Stöð 2 á ferðinni og svo tekur við frétt RÚV um fagnaðarlætin.

Sigfús Karlsson, Hermann Haraldsson, Gunnar Níelsson, Jakob Björnsson, Sigmar Þröstur Óskarsson, Alfreð Gíslason, Magnús Már Þorvaldsson og Sigurður Sigurðsson eru teknir tali.

Bikarmeistaralið KA 1995:
Sigmar Þröstur Óskarsson, Björn Björnsson, Leó Örn Þorleifsson, Einvarður Jóhannsson, Helgi Þór Arason, Valdimar Grímsson, Patrekur Jóhannesson, Atli Þór Samúelsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Erlingur Kristjánsson, Valur Örn Arnarson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Alfreð Gíslason, Sverre Andreas Jakobsson og Árni Stefánsson.


8. janúar 2005
10 ára afmælisleikur Bikarmeistara KA 1995

KA varð Bikarmeistari í handbolta í fyrsta skiptið árið 1995 eftir ótrúlegan tvíframlengdan leik gegn Val sem er líklega besti handboltaleikur sögunnar. KA varð einnig Bikarmeistari árið 2004 og var það þriðji Bikartitill KA.

Þann 8. janúar árið 2005 var haldinn góðgerðarleikur í KA-Heimilinu af því tilefni að 10 ár voru liðin frá því að KA vann þennan merka titil í fyrsta sinn. KA '95 liðið ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni mætti þá núverandi Bikarmeisturum KA frá 2004 í bland við leikmenn liðsins tímabilið 2004-2005. Úr varð hin mesta skemmtun og var KA-Heimilið troðfullt rétt eins og í gömlu góðu dagana.

Alfreð Gíslason, Erlingur Kristjánsson, Valdimar Grímsson, Sigmar Þröstur Óskarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Árni Stefánsson, Leó Örn Þorleifsson, Guðmundur Arnar Jónsson, Björn Björnsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Einvarður Jóhannsson og Helgi Arason skipuðu lið KA '95.

Arnór Atlason, Halldór Jóhann Sigfússon, Jónatan Þór Magnússon, Þorvaldur Þorvaldsson, Hörður Fannar Sigþórsson, Sævar Árnason, Andri Snær Stefánsson, Magnús Stefánsson, Hafþór Einarsson, Ragnar Snær Njálsson, Nikolaj Jankovic, Stefán Guðnason, Ólafur Sigurgeirsson, Jónas Freyr Guðbrandsson, Guðmundur Traustason og Jóhannes Gunnar Bjarnason skipuðu lið KA '05.


1. mars 1995
KA - Stjarnan 26-21, 8-liða úrslit leikur 2

KA og Stjarnan mættust í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta tímabilið 1994-1995. Stjarnan var með heimaleikjarétt í einvíginu en liðið hafði endað í 3. sæti í deildinni en KA í því 6. Stjarnan hafði unnið fyrsta leikinn en KA hafði ekki tekist að sigra Stjörnuna þetta tímabil og varð að vinna leikinn í KA-Heimilinu sem fór fram þann 1. mars 1995 til að knýja fram oddaleik.

Mikil harka einkenndi leikinn og var töluvert um ljót brot en alls voru 14 brottvísanir í leiknum. Eftir jafnan leik framan af tókst KA mönnum að loka vörninni og refsa með hröðum sóknum sem skiluðu góðu forskoti og KA sigraði og náði fram oddaleik.

Hér má sjá umfjöllun RÚV um leikinn og svo stutta umfjöllun Stöð 2 um leikinn þar sem rætt er við Alfreð Gíslason og Viggó Sigurðsson.

Mörk KA: Valdimar Grímsson 11 (5 úr vítum), Atli Þór Samúelsson 5, Valur Arnarson 5, Leó Örn Þorleifsson 2, Alfreð Gíslason 1, Erlingur Kristjánsson 1, Patrekur Jóhannesson 1.
Í markinu varði Sigmar Þröstur Óskarsson 13 skot og Björn Björnsson 1.


10. mars 1995
KA - Víkingur 22-19, undanúrslit leikur 2

KA og Víkingur mættust í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta tímabilið 1994-1995. Víkingar höfðu á að skipa gríðarlega sterku liði með þá Sigurð Sveinsson og Bjarka Sigurðsson í broddi fylkingar. Víkingar höfðu unnið fyrsta leik liðanna á heimavelli sínum með miklum mun en liðið hafði endað í 2. sæti Nissan deildarinnar á meðan KA hafði endað í því 6.

KA var því með bakið upp við vegg þegar annar leikur liðanna fór fram í KA-Heimilinu þann 10. mars 1995. Ekkert annað en sigur kom til greina til að knýja fram oddaleik og var KA-Heimilið troðfullt af dyggum stuðningsmönnum liðsins.

Eftir magnaðan leik fóru KA menn loks með sigur af hólmi og tryggðu sér oddaleik í Víkinni. Hér má sjá umfjöllun RÚV um leikinn en Bjarki Sigurðsson, Patrekur Jóhannesson og Jóhann Inga Gunnarsson eru teknir tali fyrir leik.

Eftir leik er svo rætt við spilandi þjálfara liðanna þá Gunnar Gunnarsson og Alfreð Gíslason.

Mörk KA: Valdimar Grímsson 8 (4 úr vítum), PatrekurJóhannesson 5, Valur Arnarson 4, Erlingur Kristjánsson 2, Leó Örn Þorleifsson 2 og Alfreð Gíslason 1.
Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 19 skot (1 vítakast) og Björn Björnsson 1 vítakast.


25. mars 1995
Stemningin fyrir 4. leik KA og Vals

Hér sjáum við stemninguna fyrir 4. leik KA og Vals í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en leikurinn fór fram í KA-Heimilinu þann 25. mars 1995 og varð KA að vinna til að knýja fram hreinan oddaleik um titilinn. Mikið var talað um hve öflugur heimavöllur KA var á þessum tíma enda var stuðningur áhorfenda ótrúlegur.


Handboltalið Íslands: Barátta KA og Vals 1994-1995

Hér má sjá brot úr þættinum Handboltalið Íslands sem sýndur var á RÚV og er hér fjallað um baráttu KA og Vals um Bikarmeistaratitilinn sem og Íslandsmeistaratitilinn.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is