Flýtilyklar
Karen María valin í U-19 ára landsliðið
Karen María Sigurgeirsdóttir var í dag valin í lokahóp U-19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í undankeppni EM. Undankeppnin fer fram dagana 2.-8. október næstkomandi og verður leikin á Íslandi.
Karen María lék alla leiki Þórs/KA í sumar og gerði í þeim tvö mörk en alls hefur hún skorað 7 mörk í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur.
Andstæðingar Íslands í undankeppninni eru Spánn, Grikkland og Kasakstan og verða allir leikir Íslands sýndir beint á SportTV. Leikirnir eru eftirfarandi:
Ísland - Grikkland | 2. okt. kl. 17:00
Ísland - Kasakstan | 5. okt. kl. 14:00
Ísland - Spánn | 8. okt. kl. 17:00
Við óskum Kareni Maríu til hamingju með valið sem og góðs gengis í þessu krefjandi verkefni.