Flýtilyklar
17.10.2019
Ísfold Marý í úrtaki hjá U-16 landsliðinu
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir var í dag valin á úrtaksæfingar U-16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu. Hópurinn mun koma saman dagana 30. október til 1. nóvember þar sem æft verður stíft auk þess sem að farið verður yfir hina ýmsu hluti með stelpunum
Lesa meira
10.10.2019
Hákon valinn í U15 og Einar Ari í U17
Á dögunum voru valdir lokahópar U15 og U17 ára landsliða karla í knattspyrnu og þar á KA tvo fulltrúa. Þetta eru þeir Hákon Orri Hauksson (U15) og Einar Ari Ármannsson (U17). Það eru spennandi verkefni framundan hjá landsliðunum og óskum við strákunum til hamingju með valið
Lesa meira
10.10.2019
Karen María skoraði og U19 fór áfram
Karen María Sigurgeirsdóttir lék með U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem lék í undankeppni EM 2020. Undankeppnin fór fram hér á Íslandi en auk Íslands kepptust Spánn, Grikkland og Kasakstan um sæti í milliriðlum keppninnar
Lesa meira
07.10.2019
Myndaveisla frá B-Íslandsmeistaratitli 4. karla
Strákarnir í 4. flokki gerðu sér lítið fyrir og urðu B-Íslandsmeistarar í knattspyrnu á dögunum. Úrslitariðillinn var leikinn á KA-velli og mættu strákarnir liði Breiðabliks, Þrótti Reykjavík og HK í baráttunni um titilinn
Lesa meira
07.10.2019
Kynningardagur KA og Errea tókst afar vel
Errea og Knattspyrnu- og blakdeild KA kynntu í gær nýja keppnistreyju KA sem og æfinga- og frístundafatnað. Dagurinn var einkar vel heppnaður og komu fjölmargir iðkendur KA með foreldrum sínum til að skoða sem og panta fatnað sem er á sérstöku forpöntunartilboði fram á miðvikudag
Lesa meira
04.10.2019
Kynningardagur KA og Errea
Athugið að vegna veðurs hefur dagurinn verið færður af laugardeginum og yfir á sunnudag! Knattspyrnudeild KA og Errea á Íslandi hafa komist að samkomulagi og munu allir flokkar deildarinnar leika í búningum frá Errea næstu fjögur árin. Í tilefni af samkomulaginu verður pöntunar- og kynningardagur Knattspyrnudeildar KA og Errea á morgun, laugardag, í KA heimilinu
Lesa meira
02.10.2019
Birgir Baldvins með samning við KA út 2021
Birgir Baldvinsson framlengdi í dag samning sinn við Knattspyrnudeild KA út sumarið 2021. Þetta eru miklar gleðifregnir enda Birgir öflugur leikmaður sem varð 18 ára fyrr á árinu. Þrátt fyrir ungan aldur var hann 8 sinnum í leikmannahópi KA á nýliðnu sumri
Lesa meira
01.10.2019
Markasyrpa með öllum mörkum KA í sumar
Knattspyrnusumrinu er lokið og þá er um að gera að líta til baka og njóta allra 40 markanna sem KA liðið gerði í sumar. Árangurinn til fyrirmyndar hjá liðinu en einnig ljóst að við munum einnig læra helling af þessu viðburðarríka sumri. Það er um að gera að hækka í botn og njóta veislunnar hér fyrir neðan, takk fyrir stuðninginn í sumar kæru KA-menn
Lesa meira
01.10.2019
KA leikur í Errea næstu 4 árin
Knattspyrnudeild KA og Errea á Íslandi hafa komist að samkomulagi og munu allir flokkar deildarinnar leika í búningum frá Errea næstu fjögur árin. Samningurinn nær bæði yfir keppnisbúninga sem og allan æfinga- og frístundafatnað
Lesa meira
01.10.2019
Myndaveisla frá lokaleik sumarsins
KA vann eins og frægt er orðið glæsilegan 4-2 sigur á Fylkismönnum í lokaleik Pepsi Max deildarinnar um helgina. Sigurinn tryggði KA 5. sæti deildarinnar sem er besti árangur KA frá árinu 2002 og ljóst að við getum litið jákvætt til næsta tímabils enda nýliðið sumar ansi lærdómsríkt
Lesa meira