Flýtilyklar
13.09.2019
7 fulltrúar KA í Hæfileikamótun KSÍ
Dagana 21.-22. september næstkomandi fer fram Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stráka fædda árin 2005 og 2006. Ljóst er að þetta er frábært tækifæri fyrir metnaðarfulla leikmenn en strákunum verður skipt upp í nokkur lið og munu fá góða leiðsögn frá sérfræðingum á vegum KSÍ
Lesa meira
04.09.2019
KA Podcastið: Elfar Árni, Gunnar Líndal og Henry Birgir
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni en Hjalti Hreinsson fær til sín góða gesti þessa vikuna. Elfar Árni Aðalsteinsson ræðir magnaðan sigur KA í Grindavík en hann er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu KA í efstu deild með 23 mörk
Lesa meira
31.08.2019
Risaleikur í Grindavík í dag
Það er heldur betur mikið undir í Grindavík í dag þegar KA sækir Grindvíkinga heim í 19. umferð Pepsi Max deildar karla. Fyrir leikinn eru heimamenn í fallsæti með 18 stig en KA er sæti ofar með 21 stig. Það eru því heldur betur mikilvæg stig í boði fyrir bæði lið en aðeins þrír leikir eru eftir í deildinni að þessum leik loknum
Lesa meira
29.08.2019
Hópferð á Grindavík - KA
Það er gríðarlega mikilvægur leikur framundan í Pepsi Max deild karla þegar KA sækir Grindavík heim á laugardaginn. Aðeins þremur stigum munar á liðunum þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. Grindvíkingar sitja í fallsæti og munu jafna KA að stigum með sigri
Lesa meira
29.08.2019
Iðunn, Ísabella og Tanía valdar í Hæfileikamótun KSÍ
N1 og KSÍ standa að metnaðarfullri hæfileikamótun og hefur Lúðvík Gunnarsson yfirmaður verkefnisins nú valið 66 efnilegar stelpur fæddar árin 2005 og 2006. Stelpurnar munu koma saman í Kórnum í Kópavogi dagana 14.-15. september og fá þar faglega þjálfun sem mun klárlega gagnast þeim í framtíðinni
Lesa meira
23.08.2019
Stórleikur gegn KR á sunnudag!
Nú eru aðeins 5 umferðir eftir í Pepsi Max deild karla og má með sanni segja að gríðarleg spenna sé til staðar. KA liðið stendur í 10. sæti með 20 stig og er tveimur stigum frá fallsæti, á sama tíma eru einungis 5 stig upp í 5. sæti deildarinnar
Lesa meira
21.08.2019
KA Podcastið: Jonni, Stebbi og Óli Stefán
Það er heldur betur góð stjórn á hlutunum í KA Podcastinu þessa vikuna en Jónatan Magnússon og Stefán Árnason þjálfarar meistaraflokks KA í handbolta fara yfir stöðuna fyrir Opna Norðlenska mótið sem hefst á morgun auk þess sem þeir ræða aðeins hina skemmtilegu æfingaferð sem KA og KA/Þór eru nýkomin úr
Lesa meira
14.08.2019
Karen María til Svíþjóðar með U19
Karen María Sigurgeirsdóttir leikmaður Þórs/KA var í dag valin í U19 landsliðið sem fer til Svíþjóðar í lok ágúst og leikur þar tvo æfingaleiki gegn Noregi og Svíþjóð. Þetta er mikill heiður fyrir Kareni en hún er aðeins 18 ára gömul og tekur þátt í sínum fyrstu leikjum fyrir U19 ára landsliðið
Lesa meira
12.08.2019
Glæsisigur KA á Stjörnunni (myndaveislur)
KA gerði sér lítið fyrir og vann frábæran 4-2 sigur á Stjörnunni á Greifavellinum í gær. Aðstæður á vellinum voru mjög erfiðar en KA liðið sýndi magnaðan karakter og sótti öruggan sigur að lokum sem hefði hæglega getað orðið stærri
Lesa meira
06.08.2019
Donni aðstoðar KA út sumarið
Halldór Jón Sigurðsson eða Donni eins og flestir þekkja hann sem mun aðstoða Óla Stefán Flóventsson við stjórnun KA liðsins út sumarið. Sveinn Þór Steingrímsson hefur látið af starfi sínu sem aðstoðarþjálfari KA liðsins og hefur tekið við liði Magna sem leikur í Inkasso deildinni
Lesa meira