Flýtilyklar
KA Podcastið: Sigurglaðir Almarr og Jón Heiðar
24.09.2019
Fótbolti | Handbolti
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni en Hjalti Hreinsson fær til sín ansi hressa og skemmtilega gesti þessa vikuna. Almarr Ormarsson og Jón Heiðar Sigurðsson líta við en báðir fögnuðu þeir góðum sigri um helgina.
Almarr ræðir 2-3 sigur KA á Víkingum í fótboltanum sem og sumarið til þessa. Jón Heiðar spjallar hinsvegar um 25-32 sigur KA á Fjölni í handboltanum sem og stemninguna í hópnum.