Flýtilyklar
Viking - KA 24-23, 7. október 1995
- |
24-23 (14-11)
Frábær úrslit KA í Noregi
Eru aðeins einu marki undir fyrir leikinn í KA-Heimilinu
Bikarmeistarar KA léku sinn fyrsta evrópuleik í handknattleik þegar liðið sótti Viking frá Stavanger heim til Noregs. KA-liðið var vel stutt af á annað hundrað stuðningsmönnum liðsins sem mættu í höllina.
Norðmennirnir byrjuðu leikinn betur og komust snemma í 6-2 og hélst það forskot næstu mínúturnar. En KA menn komust betur í takt við leikinn eftir erfiða byrjun og náðu að minnka muninn í eitt mark þegar skammt lifði fyrri hálfleiks, en heimamenn áttu síðustu tvö mörkin fyrir hálfleiksflautið og var hálfleiksstaðan því 14-11.
Liðin skiptust á að skora í upphafi síðari hálfleiks en frábær kafli KA manna þar sem liðið skoraði 6 mörk í röð sneri leiknum við og var staðan allt í einu orðin 16-19 KA í vil. Viking svaraði vel og jafnaði í 20-20 en aftur náðu KA menn að ýta þeim frá og þegar vel var liðið á síðari hálfleikinn var staðan 20-22 fyrir KA og útlitið gott. En heimamenn gáfu allt í lokamínúturnar og náðu að lokum að innbyrða 24-23 sigur.
Viss klaufaskapur hjá KA-mönnum að sigra ekki leikinn eftir að útlitið var gott skömmu fyrir leikslok en ekki er hægt að neita því að liðið stóð sig vel og er í frábærri stöðu til að fara áfram í evrópukeppninni. Patrekur Jóhannesson og Jóhann Gunnar Jóhannsson fóru fyrir markaskorun KA í leiknum en Steinar Ege í marki Viking reyndist KA mönnum oft erfiður.
Fjölmargir stuðningsmenn KA fylgdu liðinu til Noregs og studdu við bakið á liðinu sem náði góðum úrslitum fyrir síðari leikinn
Markaskorun KA í leiknum:
Patrekur Jóhannesson 9, Jóhann Gunnar Jóhannsson 7, Julian Duranona 4, Erlingur Kristjánsson 1, Atli Þór Samúelsson 1 og Björgvin Þór Björgvinsson 1.
Varin skot: Guðmundur Arnar Jónsson 7 og Björn Björnsson 2.