Flýtilyklar
KA Podcastið: Óli Stefán gerir upp sumarið
29.09.2019
Fótbolti
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni en að þessu sinni mætir Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA í knattspyrnu til Hjalta Hreinssonar. Þeir félagar fara yfir nýliðið sumar en KA endaði í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar og er það besti árangur KA frá árinu 2002.
Óli Stefán fer yfir hin ýmsu mál er komu upp bæði yfir sumarið og fyrir tímabil og ljóst að enginn KA maður ætti að láta þetta áhugaverða spjall framhjá sér fara.