Flýtilyklar
Torfi í U21, Einar í U17 og Björgvin í U16
25.09.2019
Fótbolti
KA á þrjá fulltrúa í æfingahópum U-21, U-17 og U-16 ára landsliðshópum Íslands í knattspyrnu. Torfi Tímoteus Gunnarsson er fulltrúi KA í U-21 árs landsliðinu en Torfi hefur verið öflugur með meistaraflokksliði KA í sumar og er fastamaður í unglingalandsliðinu sem mun æfa 7.-9. október.
Í U-17 ára landsliðinu er Einar Ari Ármannsson en landsliðið mun æfa dagana 30. september til 2. október. Þá er Björgvin Máni Bjarnason fulltrúi KA í U-16 ára landsliðinu sem mun æfa 2.-4. október næstkomandi. Davíð Snorri Jónasson er þjálfari bæði U-16 og U-17 ára landsliða Íslands.
Við óskum strákunum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á komandi æfingum.