Flýtilyklar
Daði og Haddi hita upp fyrir leiki dagsins
15.09.2019
Fótbolti | Handbolti
Bæði karlalið KA í handbolta og fótbolta leika heimaleik í dag. Dagurinn byrjar kl. 16:45 á Greifavellinum þar sem KA tekur á móti HK í Pepsi Max deildinni. Í kjölfarið tekur KA á móti Haukum í KA-Heimilinu kl. 20:00.
Í tilefni leikjanna mættust þeir Daði Jónsson og Hallgrímur Jónasson í skemmtilegri keppni þar sem þeir spreyta sig í handbolta og fótbolta. Hlökkum svo til að sjá ykkur í stúkunni í dag!