Flýtilyklar
Lokahóf knattspyrnudeildar á laugardag
25.09.2019
Fótbolti
Knattspyrnudeild KA heldur lokahóf sitt á laugardaginn á Greifanum en KA liðið leikur lokaleik sinn í deildinni fyrr um daginn er Fylkir mætir á Greifavöllinn. Sumarið verður gert upp á skemmtilegan hátt um kvöldið en húsið opnar klukkan 19:30 með fordrykk.
Að venju verður góður matur í boði auk þess sem bestu og efnilegustu leikmenn KA verða verðlaunaðir. Þetta er kvöld sem alvöru KA maður ætti ekki að láta framhjá sér fara!
Það kostar 5.000 krónur inn á lokahófið en við minnum á að bakhjarlar KA fá frítt. Hægt er að tryggja sér miða með því að senda póst á agust@ka.is. Hlökkum til að sjá ykkur.